

Veistu mín vina hvað gerðist i nótt ?
Á vængjunum rótt
til okkar i bæinn
yfir úrsvalan sæinn,
kom vorið svo indælt, svo hljótt.
Órofin kyrrð og vorsins angan vitin fyllir
og vetur rétt tyllir
tánum á fjöll,
þar ennþá er mjöll
og sólin öldur á sundunum gyllir.
Á vængjunum rótt
til okkar i bæinn
yfir úrsvalan sæinn,
kom vorið svo indælt, svo hljótt.
Órofin kyrrð og vorsins angan vitin fyllir
og vetur rétt tyllir
tánum á fjöll,
þar ennþá er mjöll
og sólin öldur á sundunum gyllir.