Óður til Gríms...

Form og litir,
hugans litir.

Engir stafir
geta myndað orð
sem lýsa mínum
tilfinningum
og hugsunum.

Svartholið gleypir allt
innra með mér...
og ég er frosinn.
Það gleypir, gleypir
og gleypir...

þar til það springur
og tilfinningar
og hugsanir mínar
slettast á striga.

Verða að formi og litum,
mínum lífsins litum.  
Signý K.
1982 - ...


Ljóð eftir Signýju

Mennskt svarthol
Á öðrum stað...
Enginn sér
Fangi hugans
Puzzle...
Ég, þú, við.
Strength
Óður til Gríms...