

Ég þrýsti haglabyssunni
Á milli brjósta þinna
Þú ert þegar búin
að sundurtæta mig
skjóta mig
með kúlum sem breytast í fiðrildi
með kossum sem skapa hvirfilbyl
Þú heldur utan um mig
þegar hvellurinn bergmálar um paradís
og ég vona að þú liggir eftir
Í rósóttum blóðpolli
fallin fyrir mér
Á milli brjósta þinna
Þú ert þegar búin
að sundurtæta mig
skjóta mig
með kúlum sem breytast í fiðrildi
með kossum sem skapa hvirfilbyl
Þú heldur utan um mig
þegar hvellurinn bergmálar um paradís
og ég vona að þú liggir eftir
Í rósóttum blóðpolli
fallin fyrir mér