Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet
Kaldhæðni ævi minnar hlaut að vera
að það yrði aftakaveður
á aftökudaginn

jæa
betra er að hafa átt drauma og misst þá
en vera andvaka fæddur

ég held ég sé bara búinn að drepa svo mikinn tíma
að ég sé dauður sjálfur
býst við að aftökusveitin
sé ósammála mér um það einsog annað

þeir eru að drekka bjór og reykja þarna inni
rúlla ljóðunum mínum í sígarettur
fyrir lýrískt eftirbragð
kannski þeir bjóði mér eina að skilnaði

bara orðinn svo þreyttur á
að hafa Sjón bundinn fyrir augunum
niðursoðna drauma á útsölu
og gíraffa á stultum

og helvítis rigningin maður  
Arngrímur Vídalín
1984 - ...
úr bókinni Úr skilvindu drauma (Nýhil 2009)


Ljóð eftir Arngrím Vídalín

Draumur um veruleika
Póstkort í Vesturbæinn
Haustkoma
Tristran og Ísold
Lestargluggi á ferð
Hugurinn ber þig
Jesper Glad, leigubílstjóri
Gíraffinn er á stultum - fyrir Hjálmar Skorrason Linnet