Vítamíntaflan
Stundum lestu tímalaust blaður
skrifað fyrir mánuðum, árum eða núna
því á öllum tímum hugsa allir eins:

hálsinn á þér líkist einhverju á milli
gíraffa og skjaldböku
augun minna helst á haförn með ógurleg augnhár
hárið eins og fax á verðlaunahryssu

mér líkaði strax við þig
þegar þú settist niður og veifaðir lofi
í andlitið á mér
ég veifaði á móti á minn hátt
en gaf þér ekkert nema martraðir

þú fuðrar upp eins og vítamíntafla í vatni
eða kattliðugur töframaður í lok sýningar
og þegar ég reyni að nálgast þig
verkjar mig í augun
 
Snikkar
1989 - ...


Ljóð eftir Snikkar

Elliðaárdalur
Tíminn var lengi að líða
The Party
Fyrsta áminning
Vítamíntaflan
Pís
Klukka
Syndir
Við