

Stundum lestu tímalaust blaður
skrifað fyrir mánuðum, árum eða núna
því á öllum tímum hugsa allir eins:
hálsinn á þér líkist einhverju á milli
gíraffa og skjaldböku
augun minna helst á haförn með ógurleg augnhár
hárið eins og fax á verðlaunahryssu
mér líkaði strax við þig
þegar þú settist niður og veifaðir lofi
í andlitið á mér
ég veifaði á móti á minn hátt
en gaf þér ekkert nema martraðir
þú fuðrar upp eins og vítamíntafla í vatni
eða kattliðugur töframaður í lok sýningar
og þegar ég reyni að nálgast þig
verkjar mig í augun
skrifað fyrir mánuðum, árum eða núna
því á öllum tímum hugsa allir eins:
hálsinn á þér líkist einhverju á milli
gíraffa og skjaldböku
augun minna helst á haförn með ógurleg augnhár
hárið eins og fax á verðlaunahryssu
mér líkaði strax við þig
þegar þú settist niður og veifaðir lofi
í andlitið á mér
ég veifaði á móti á minn hátt
en gaf þér ekkert nema martraðir
þú fuðrar upp eins og vítamíntafla í vatni
eða kattliðugur töframaður í lok sýningar
og þegar ég reyni að nálgast þig
verkjar mig í augun