Kjólfötin
svo lengi
voru þau geymd
ónotuð í skápnum
með lausan fald
og söfnuðu ryki á hlífðarplastið

nú standa þau fyrir framan mig
ný pressuð og falleg
með rós í barminum
og draga gylltan baug
á fingur mér  
Steindór Ívarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Steindór Ívarsson

Neon
Bergnuminn
Selló
Perlur
Kjólfötin
Garðyrkjumaðurinn
Í Heiðmörk
Fordómar
Að lokum