Neon
eftir augnagotur
í birtu neonljósa
fylgi ég þér heim
með hjartaásinn
í huganum

í hita leiksins
spila ég út
hæstu trompunum
fell í ómegin
af unaði

ranka við mér
stuttu eftir endalokin
með lágspil
á hendi

klæði mig í fötin
flýti mér út
og man ekki lengur
hvað þú heitir

stokka spilin
að nýju  
Steindór Ívarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Steindór Ívarsson

Neon
Bergnuminn
Selló
Perlur
Kjólfötin
Garðyrkjumaðurinn
Í Heiðmörk
Fordómar
Að lokum