Í Heiðmörk
tíminn söng
tregafullt
síðustu tónana

í haustgulli trjánna
spegluðust
spor okkar
á slóðinni

og ég fann
sólina
snerta hörund þitt
 
Steindór Ívarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Steindór Ívarsson

Neon
Bergnuminn
Selló
Perlur
Kjólfötin
Garðyrkjumaðurinn
Í Heiðmörk
Fordómar
Að lokum