Stefnuleysi
Tímarnir breytast,
tíminn eldist og
deyr svo út.

Hugsanir fæðast,
drukkna í fæðingu.

Samhengislausar setningar
samsettar úr orðum
sem ekkert þýða.

Tilbreytingarleysið gerir út af við mig
ég flýt gegnum ótalda daga
fulla af vonleysi
fulla af tómum stundum.

Ég, stefnulaus,
hugsunarlaus,
glata sjálfri mér.

Ég er ekki til
því ég hugsa ekki.

Tíminn virðist aldrei líða,
það er grafið
grafið undan tilvist minni
ég fell
hrapa í hyl
sem á sér engan endi

ég rata ekki heim  
Teresa Dröfn Njarðvík
1991 - ...


Ljóð eftir Teresu Dröfn Njarðvík

Lítil aum stelpa
Skynjun
Óður til minningar
Stefnuleysi
Andadráttur
Hinsta Kveðja
Reyn til rúna