TRÚIN OG VONLEYSIÐ
Bank bank.
Hver er þar?
Varðstu ekki við mig var?
Nei, hver ert þú?
Ég er þín Trú.
Burt með þig og hananú.
Hey, gemmér sjens.
Ég held nú síður,
ég er seinn og tíminn líður.
Má ég ekki koma inn og
fara yfir málstað minn?
Ég er seinn og tíminn líður,
vonleysið mér eftir bíður.
Ekki fara, sjáðu bara,
þetta hef ég þér að bjóða.
Öll þín loforð, þetta allt
skuldar þú mér þúsundfalt.
Af hverju?
Þú veist það alveg,
hættu að vola og vertu róleg.
Leyfðu mér að koma aftur,
ég er bara sannur kraftur.
En þú fórst og sveikst mig illa,
skildir eftir fylgikvilla.
Vonleysið, það kom í staðinn.
Er því alveg fullur hlaðinn.
Ég fór aldrei burt frá þér,
það varst þú sem týndir mér.
Var það þannig, eitthvað man ég.
Sérðu núna sönnu Trúna?
Já, ég sé þig, man og vil þig.
Vonleysið nú skilur við mig.
Nú við erum aftur eitt,
því mun enginn getað breytt.