Vinur minn Ýmir
Ef Ýmir biður þig um að semja eitthvað lag.
Þá ferð þú ekki heim grípur gítar og byrjar að plokka.
Þú ferð í bækurnar og þú ferð í samfélagið. Þú uppgötvar
kjarna þess og lærir hvernig straumarnir streyma.
Þú athugar það að allt sé með kyrrum kjörum og
beinir straumunum að þínum eigin geðþótta.
Þú sannfærir fólk um veruleika sem að það hefði
aldrei getað ýmindað sér í sínum villtustu draumum.
Þú gefur þeim á silfurfati allar þeirra vonir og langanir
og þú færð þau til að vilja útá ystu nöf í öllu því sem hægt
er að teygja og færa áfram í átt að betri og fallegri þróun.
Og þú lætur fólkið gera lög, sinfóníukonserta, stórtónleika
sem fá alla í trans, sem gefa þeim svörin lífinu, heiminum og
öllu, í 90 mínútur. Þú lætur fókið stofna heilu útvarpstöðvarnar
fylltar af harmóníum og hamingju sem gætu glatt fúlustu
flugfreyjuna í klósettþrifum.

Og fólkið myndi allt vera og lifa þrífast og dafna.
Bara með því markmiði að fá heiminn til að
vera sem bestann fyrir Ými.
Og hann fær þetta lag sem hann bað þig um að semja,
ásamt restina af því sem hann virkilega vildi.  
Aron Daði Þórisson
1992 - ...


Ljóð eftir Aron Daða Þórisson

Gvuð
Málverk
Verðandi Hverfandi
Börn Kúrekanna
Óðs manns óður
Þú ert sæt :)
Stir Fried
Þriggja krafta kvöld
Vinur minn Ýmir
Samloka.rtf