Samloka.rtf
_________________1________
Ég horfði á borgina blæða út
hana blæddi tárum barna sinna
sem löngu höfðu horfið frá
samfélagi óttans inní
bjarta svarta drauma næturinnar
_____2________________________________
Týndar sálir í leit að eilífri æsku,
aðeins vissar um þá óvissu sem
lífið bar með sér.
Ég horði á þær hverfa líkt og ...

Týndar sálir hlaupandi naktar
hring eftir hring eftir endalausum hring
strætóljósin vísa leiðina

Týndar sálir, naktar hlaupandi
á hringtorgunum syndanna
með enga undankomuleið nema
ótroðna malarvegi

Týndar sálir, naktar hlaupandi
á eftir öskrandi bassatónum

Týndar sálir, naktar hlaupandi
í átt að rífandi bassatónum
í von um að geta sprengt
í sér heilann og hætt
að hugsa

Ég horfði á sálirnar hverfa
Borgin sat tóm ekkert eftir
nema neon sporin á veggjum hennar
og götuljósin sem lýstu auðar leiðir

______________3_____________________
Ég sá þær á beit á ósýnilegu ökrum ástarinnar
étandi þurra mold og steina sem
skáru góma þeirra, blóð fyllti munnvikin
svipbrigðin týnd bakvið sársaukann


_________4______________________________

Ég horfði
________________________________________________________________  
Aron Daði Þórisson
1992 - ...


Ljóð eftir Aron Daða Þórisson

Gvuð
Málverk
Verðandi Hverfandi
Börn Kúrekanna
Óðs manns óður
Þú ert sæt :)
Stir Fried
Þriggja krafta kvöld
Vinur minn Ýmir
Samloka.rtf