Til englablómsins sem beðið er eftir
Skínandi bumban
eins og sól um sumarmorgunn.
Og við blómin
bíðum að tíminn sé kominn.
Því þegar hún kemur
munu englarnir gráta tárum
og við blómin fáum að drekka.
Og sólarblómið okkar mun
lýsa upp himininn.
Og hlýja okkur í hjörtunum.

Velkomin í heiminn litla englablóm.  
Lísa Rún Guðlaugsdóttir
1985 - ...
Til Hildar Klöru systurdóttur minnar, ort þegar mamman var með fyrirvaraverki og ég fylgdist áhyggjufull með í gegnum Skype. ...englablómið fæddist nokkrum dögum síðar.


Ljóð eftir Lísu Rún Guðlaugsdóttur

Blómin
Ferðataskan!
Nýtt upphaf
Til englablómsins sem beðið er eftir
Takk
Ég er penni lífs míns
Ástarþakkir
TAKK
Að þora að trúa
Ljósið