Fíkniefnadjöfullinn
Eitt sinn var ég eins og þú
eðlilegur sveinn.
Lék við knött og kindalegg
aldrei var ég einn

Það var gömul gleðitíð
að mér flykktust víf
en fast í greipum nornanna
var framtíð mín og líf

Mig óraði aldrei fyrir því
að örlög myndu senn
gera mig að grænmeti
sem núna er ég enn

Það þótti kúl það þótti töff
að testa bara smá
en eigin heimska sendi mig
samstundis í dá

Nú ligg ég hér og kvelst og kvelst
og öskra inn í mér
ég vona bara að djöfulinn
sigrist ekki´á þér !  
Helgi Þór
1986 - ...
Samið fyrir ljóðasamkeppni og vann fyrstu verðlaun.


Ljóð eftir Helga

Mannskepnan
Fíkniefnadjöfullinn
Minning manns
Dymblingsljóð
My four legged friend
Black Blues
Söngfuglar að vestan