Landið og þú
Getur þú sofið um sumarnætur ?
Getur þú heyrt hvernig hjartað slær ?
Vissir þú að ég hef á þér mætur
hér rennur lækur, silfurtær.

Kannt þú að njóta þess hreina tæra ?
Kannt þú að þakka það sem hún gaf ?
Munt þú áfram lifa og læra ?
virkja anda þinn sem áður svaf.

Við hamarinn háa er sagan okkar
í berginu bláa hluti af þér
allt það stóra, allt það smáa
sem hjartað finnur, augað sér.

Sérð þú auðlegð sem við eigum ?
Sérð þú svörðinn er hlúa þarf að ?
Varlega skulum bergja af veigum
finna framtíðinni stað.

Getur þú vakað um vetrarnætur ?
Kannt þú skynja tíðana hljóm ?
Veist þú að hafa við verðum gætur
og vernda landsins helgidóm.

Við hamarinn háa er sagan okkar
í berginu bláa hluti af þér
allt það stóra, allt það smáa
sem hjartað finnur, augað sér.  
Fjörulalli
1970 - ...


Ljóð eftir Fjörulalla

Híbýli sálarinnar
Lífsgangan
Minning um ljóð
Landið og þú
Stalín og sagan þín