Stalín og sagan þín
Þú sagðir mér sögu frá æsku þinni
og lífi sem eitt sinn var.
Undir járnhæl lifðir, lokuð inni
þöggunin þeirra svar

Við spurningum ykkar og frelsisþrá
sem vaknaði oft á vorin.
Er geislar sólar á föla brá
féllu, þá létt urðu sporin

Þeir sóttu hann svo, þarna síðla nætur
úr húsi drógu hann, tveir
rifu upp ykkar grónu rætur
Þið sáust víst aldrei meir

Þú sagðir; „Haltu í hendina mína,“.
á meðan nóttin líður og þú ert hér.
Bráðum kemur dagurinn, þá verður þú farinn, tekinn burtu frá mér.

Að vaxa úr grasi, og vita ekki hvert
þessir menn með föður þinn fóru.
Hver tilgangurinn væri, til hvers var þetta gert.
Í þínum huga ein af spurningunum stóru.

Löngu seinna, þá uppfræddist þú
er til mennta braust, orðin kona
Um alla þá menn sem í einlægri trú
knúðu afl sinna veiku vona

Um að losna úr viðjum vistarbands
snúa heim til sín og sinna
Frá frosnum mýrum, freralands
frelsið aftur finna

Þó ágæt hafi orðið ævin þín
áður í angist margar nætur
Sagðir; "Svona er vinurinn, sagan mín"
sorfin í þessar rætur.

"Pabbi haltu í hendina mína
á meðan nóttin líður og þú ert hér.
Bráðum kemur dagurinn, þá verður þú farinn, tekinn burtu frá mér "

 
Fjörulalli
1970 - ...


Ljóð eftir Fjörulalla

Híbýli sálarinnar
Lífsgangan
Minning um ljóð
Landið og þú
Stalín og sagan þín