Krísa
Hastur
Frjáls?
Reyrður fastur
upp að haus
Ráðalaus

Veit ei hvað til bragðs skal taka
hvert skal leita
hvern skal saka
vona bara
að böndin trosni
rifni og losni

En hvert skal farið?
hvað skal gera?
mitt er valið
taka af skarið
eða láta vera?

Verð að standa
traustum fótum
skjóta rótum
sýna dug,
anda
vísa á bug
hræddum hug
hefjast handa
finna leið
sem er greið
án heftandi banda

veit ei hvaða leið skal valin
held af stað
sárakvalinn
enginn asi
engin ákefð
ekki nein
harmakvein
þó ég hrasi
brjóti bein  
Vébjörn Fivelstad
1990 - ...


Ljóð eftir Vébjörn Fivelstad

Krísa
Hjúskaparlíf
Kvenkjöt
Morgot
Hreysti
Næturlíf
Barnseignir