B 605
Herbergið mitt er eins og þögn
sem býður varla góðan daginn
Ég held maður verði ögn
að reyna að bæta braginn

Því nú þegar kvölda tekur
og skemmtanataugarnar skekur
kvöldið blasir við æginn
og ég dríf mig bara í bæinn

Þegar í bæinn er komið
þá er kíkt á stórgötu stóðið
Stúlkur við götuna standa
og fallegt augnaráð strákunum senda

Þá er það næsta skref
að drífa sig á diskótek
Og ef að heppin ég er
þá eina heim með mér hef  
Gísli Gíslason
1964 - ...
Skrifað haustið 1985 um stúdentaherbergið B 605 að Rödhettestien 7 i Tromsö í Noregi


Ljóð eftir Gísla Gíslasyni

Mágkona 50 ára
Lítill frændi fæddur og skírður
Eiginkonan
Tengdó 70 ára
Til Norðfjarðar
Doddi á Skorratað 60 ára
Norðfjörður
B 605
Auðlindin
Heimilið og fjölskyldan
Grallarar
Upprisa vinar
Sannleikurinn
Egilsstaðir og héraðið
Facebook deilur
Til stjórnmálamanna
Mín kæru börn
Fjölgun
Ný kærasta frænda
Dama
Rósa og mamma
Mamma meðhjálpari
Grænland
Í Kína
Hannes Ívarsson
Frændi
Kaupfélagið Fram
Guðni Th Jóhannesson
Halldór Már Þórisson 52 ára.
Veðurtepptur í Færeyjum
Sr Svavar Stefánsson
Ingibjörg Þórðar afmæliskv
Bergrós og Særún
Hafdís Sunna
Æsku minnar innbær
Austlendingar
Kreppan
Vögguvísa