

Fyrirgefðu augum mínum, þau litu fegurð þína við dagrenningu.
Fyrirgefðu höndum mínum, þær snertu hörund þitt í morgunsárið.
Fyrirgefðu ást minni, hún grét með morgundögginni.
Fyrirgefðu draumum mínum, því þar man ég enn angan fegurðar og djúpbláma augna þinna.
Í nótt varstu draumurinn minn eini.
Fyrirgefðu höndum mínum, þær snertu hörund þitt í morgunsárið.
Fyrirgefðu ást minni, hún grét með morgundögginni.
Fyrirgefðu draumum mínum, því þar man ég enn angan fegurðar og djúpbláma augna þinna.
Í nótt varstu draumurinn minn eini.