Glundroði
Löngum þreytt,
engu breytt,
ótrautt haldið áfram.
Alltaf meira,
sífellt fleira,
skálin barma full.

Stráið á hlíðinni var þumlung of stutt,
jafnvæginu er raskað.

Meiri spenna,
vitin brenna,
biðin senn á enda.
Tíminn líður,
áfram skríður,
frelsar alla að lokum.

Ég get falið tár mín í regninu,
og brosað í blindandi sólinni.
 
Arnór Stefánsson
1997 - ...


Ljóð eftir Arnór Stefánsson

Arfberar Lífsins
Fallið
Glundroði
Játning Veruleikans
Tímamót