Ég hugsa um þig
Ég hugsa um þig.

Þegar ófreskja höfuðs míns
engist um.
Lætur mig gera þetta aftur
og aftur.
Mun hún aldrei láta mig í friði?

Ég hugsa um þig.

Þegar ég stíg aftur
á tæki djöfulsins.
Það pípir blikkandi á móti mér,
til þess eins að láta tárin flæða á ný
og ófreskjuna vakna aftur til lífsins.

Ég hugsa um þig.

Þegar ég ligg upp á spítala
þakin hvítum lökum
með línuna
tengda beint í handlegginn,
lífslínuna.

Ég hugsa um þig.

Þegar ég ligg í kistunni
með ekkert utan á mér
nema skinn og bein
vannærð
vanlifuð.

Ég hugsa um þig

Þegar þú bentir mér góðfúslega
á að ég væri of feit
mannstu?
Þarna fyrir 5 árum.
Ég hugsa um þig.  
Pálína
1992 - ...


Ljóð eftir Pálínu

Vanþakklætið
Vinaleysið
Fangi ástar
áfram
Ljós lífsins
Kveðjustundin
Ég hugsa um þig