Falda Hetjan
Að nóttu í stormi hún fer
Með mikla ábyrð á öxlum sér ber
Samfélagið hana sjaldan vill hvetja
Þó að hún sé algjör hetja

Á meðan allir í borginni sofa
er hún, þá veiku að skoða
jafnvel þeim sem bölvunum henni ekki hlífa
Hún gerir allt til að láta þá lifa

Hetjudáðir hennar fara ósagðar
Mörgum finnst afrek hennar sjálfsagðar
og þó hún með tusku við æluna kraup
Þá færum við henni ekki mikið kaup

Maður á dánarbeði komin er
Bara hetjan sem hann augum ber
hann var jú mikill matgæðingur
en hetjan hún er hjúkrunarfræðingur  
JayJay
1988 - ...


Ljóð eftir JayJay

Von ástarinnar
Uppeldi
Samfélagið
Heimkoman
Draumar
Falda Hetjan