Skóli Lífsins
Ég var veikur á geði.
Lífið hafði verið lagt að veði.
Lá hér á dánarbeði.
Samt lífið hafði áður veitt mér gleði
Lærði mikið hér á jörðu í lífsins skóla
Bæði af Bóasi og honum Óla.
Skipst hafði á logni og gjólu.
Samt ég hafði áður fundið mína fjólu.
Ég gekk um dauðans dimmu dali.
En einnig guðsins gylltu sali.
Þó stutt ég hafði á jörðu dvalið.
Þá dýpst í hjarta mitt var falið.
Viska minnar ódauðlegu sálar.
Þegar brautir lífsins voru svo hálar.
En ég fann þó minn fund.
Er ég stakk mér í sund.
Innst inn í mínar hjartarætur.
En ég komst samt aftur upp á fætur.
Samt móðir mín enn grætur
og ég fæ enn mínar örorkubætur.
Hvar mun þetta allt enda?
Hvað mun mig næst henda?
En ég mun halda áfram að senda.
Skilaboð um staðreyndir sem benda.
Á atvik úr lífsins skólagöngu mína.
Viltu kannski leyfa mér að heyra þína?
Ég mun lofa þér að hlusta.
Líka á þinn eigin skóla lífs skóar bursta.
Því ég veit að lífið við þurfum að fægja.
Láta gott lítið eitt stundum nægja.
Hirða garðinn með orfi og ljá.
En ég veit við þurfum samt að tjá
tilfinningar okkar sem þá ríkja.
svo þær muni ekki víkja
og okkur sjálf svíkja
í stað þess hjartað við eigum að mýkja.
Hvort sem þær eru góðar.
Eða þær eru virkilega óðar.
Því þú ert jú minn bróðir.
Og margir eru þeir fjársjóðir.
Og já líka þú mín systir.
Ég veit að þig einnig þyrstir .
Að heyra um sannleiks gildi.
Því það er okkar guðs mildi.
Að gjöf hans okkur hann gaf.
Þar til þá enn djúpt allt svaf.
Gjöfin lífið sjálft hér í heimi.
Þrátt fyrir mótbárur og andstreymi.
Hér á jörðu sem og á himni.
Ég geymi það svo sannrlega
í mínu minni.
Því mér er það bæði ljúft og skylt.
Ég veit að þú það, líka villt.
En mér þykir það leitt
mín frú og minn herra.
Ég bið þig tár móður
þér munuð fyrir mig þerra.
Því að nú að sinni
ég þarf víst að kveðja.
Með þeirri vitneskju
að dýrðir drottins,
munu þau áfram gleðja!
Lífið hafði verið lagt að veði.
Lá hér á dánarbeði.
Samt lífið hafði áður veitt mér gleði
Lærði mikið hér á jörðu í lífsins skóla
Bæði af Bóasi og honum Óla.
Skipst hafði á logni og gjólu.
Samt ég hafði áður fundið mína fjólu.
Ég gekk um dauðans dimmu dali.
En einnig guðsins gylltu sali.
Þó stutt ég hafði á jörðu dvalið.
Þá dýpst í hjarta mitt var falið.
Viska minnar ódauðlegu sálar.
Þegar brautir lífsins voru svo hálar.
En ég fann þó minn fund.
Er ég stakk mér í sund.
Innst inn í mínar hjartarætur.
En ég komst samt aftur upp á fætur.
Samt móðir mín enn grætur
og ég fæ enn mínar örorkubætur.
Hvar mun þetta allt enda?
Hvað mun mig næst henda?
En ég mun halda áfram að senda.
Skilaboð um staðreyndir sem benda.
Á atvik úr lífsins skólagöngu mína.
Viltu kannski leyfa mér að heyra þína?
Ég mun lofa þér að hlusta.
Líka á þinn eigin skóla lífs skóar bursta.
Því ég veit að lífið við þurfum að fægja.
Láta gott lítið eitt stundum nægja.
Hirða garðinn með orfi og ljá.
En ég veit við þurfum samt að tjá
tilfinningar okkar sem þá ríkja.
svo þær muni ekki víkja
og okkur sjálf svíkja
í stað þess hjartað við eigum að mýkja.
Hvort sem þær eru góðar.
Eða þær eru virkilega óðar.
Því þú ert jú minn bróðir.
Og margir eru þeir fjársjóðir.
Og já líka þú mín systir.
Ég veit að þig einnig þyrstir .
Að heyra um sannleiks gildi.
Því það er okkar guðs mildi.
Að gjöf hans okkur hann gaf.
Þar til þá enn djúpt allt svaf.
Gjöfin lífið sjálft hér í heimi.
Þrátt fyrir mótbárur og andstreymi.
Hér á jörðu sem og á himni.
Ég geymi það svo sannrlega
í mínu minni.
Því mér er það bæði ljúft og skylt.
Ég veit að þú það, líka villt.
En mér þykir það leitt
mín frú og minn herra.
Ég bið þig tár móður
þér munuð fyrir mig þerra.
Því að nú að sinni
ég þarf víst að kveðja.
Með þeirri vitneskju
að dýrðir drottins,
munu þau áfram gleðja!
Skrifað til móður sinnar 1996-1998 þegar Villi var um 20-22 ára.