Skóli Lífsins
Ég var veikur á geði.
Lífið hafði verið lagt að veði.
Lá hér á dánarbeði.
Samt lífið hafði áður veitt mér gleði

Lærði mikið hér á jörðu í lífsins skóla
Bæði af Bóasi og honum Óla.
Skipst hafði á logni og gjólu.
Samt ég hafði áður fundið mína fjólu.

Ég gekk um dauðans dimmu dali.
En einnig guðsins gylltu sali.
Þó stutt ég hafði á jörðu dvalið.
Þá dýpst í hjarta mitt var falið.

Viska minnar ódauðlegu sálar.
Þegar brautir lífsins voru svo hálar.
En ég fann þó minn fund.
Er ég stakk mér í sund.

Innst inn í mínar hjartarætur.
En ég komst samt aftur upp á fætur.
Samt móðir mín enn grætur
og ég fæ enn mínar örorkubætur.

Hvar mun þetta allt enda?
Hvað mun mig næst henda?
En ég mun halda áfram að senda.
Skilaboð um staðreyndir sem benda.

Á atvik úr lífsins skólagöngu mína.
Viltu kannski leyfa mér að heyra þína?
Ég mun lofa þér að hlusta.
Líka á þinn eigin skóla lífs skóar bursta.

Því ég veit að lífið við þurfum að fægja.
Láta gott lítið eitt stundum nægja.
Hirða garðinn með orfi og ljá.
En ég veit við þurfum samt að tjá
tilfinningar okkar sem þá ríkja.
svo þær muni ekki víkja
og okkur sjálf svíkja
í stað þess hjartað við eigum að mýkja.

Hvort sem þær eru góðar.
Eða þær eru virkilega óðar.
Því þú ert jú minn bróðir.
Og margir eru þeir fjársjóðir.

Og já líka þú mín systir.
Ég veit að þig einnig þyrstir .
Að heyra um sannleiks gildi.
Því það er okkar guðs mildi.

Að gjöf hans okkur hann gaf.
Þar til þá enn djúpt allt svaf.
Gjöfin lífið sjálft hér í heimi.
Þrátt fyrir mótbárur og andstreymi.

Hér á jörðu sem og á himni.
Ég geymi það svo sannrlega
í mínu minni.
Því mér er það bæði ljúft og skylt.
Ég veit að þú það, líka villt.

En mér þykir það leitt
mín frú og minn herra.
Ég bið þig tár móður
þér munuð fyrir mig þerra.

Því að nú að sinni
ég þarf víst að kveðja.
Með þeirri vitneskju
að dýrðir drottins,
munu þau áfram gleðja!

 
Villti Tryllti Villi
1976 - ...
Skrifað til móður sinnar 1996-1998 þegar Villi var um 20-22 ára.


Ljóð eftir Villta Tryllta Villa

Kleppur
Andlegt Mein
Hljóðlát Nótt
Niðurtúr Maníunnar
Orðaglíma
Ég er/Ég var
Er Myrkrið Kyssti Kinn Næturinnar
Hugsun Í Einu Hendings Kasti
Horf inn
Ást fanginn
Elsku Jesú Kristur
Silki vafinn
Týnda Reikistjarnan
Sprikla Sprænur Áa
Skugginn
Í 5. Gír Orða
Reikningsskil
Óvissa innst í hugarórum hundrað og eins og á sem rennur niður laugaveginn
Kyrrðar Uppsprettan
Dimmi Dalur
Litaflóra Forna Lífa
Allt Sem Er
Bráð Lífsins
Básúna Heimskunnar
Tískusveifla Hljóðsins
Drullupollasull
Mergur Orðsins
Treysti Fyrir Tilfinningum Titrandi Af Ótta
8und Eilífðarinnar
Þyrnirósa Tár Vímunnar
Skóla Ljóð
Mogga Sverta
Bið - Hin 1000 ára bið
Musterið
ÞAÐ I
ÞAÐ II
Ljóðahljóð
Lótusblómið
Týndur
Kofi Tómasar Frænda
Ein-stök rök
Nú er orðið þögn
Von handa(n) skugga(ns)
Villta Vestrið
Á 4 Hjólum
Sundlaugur
Eldregn
Þegar Myrkrið Húmar Að
Herra Móri (Hraun í raun)
Það mallar í undirmeðvitundinni
Orðadettifoss - Rökkurró (Úr sjávardjúpi þroskans)
Trylltur Tilfinningadans
Andleg Heimska
Skóla Óli
Innan fúinn viður
Fótspor á Himnum (Englar Alheimsins)
Munkur á Alsælu
Þegar Myrkrið Húmar Að
Fíknin Brenglar Kjallarann
Hljóð himna
Ég Vil Mar
Útúrdúr Í Dúr
Sólarást
Harmur Hnýgur Á Herðar Mínar Niður
Orðinn Að Landa Lífinu Að Hlanda
"Fixa", redda, nota, verð að fá
Þrjár systur
Veika Genið
Gul Absúrd Hamingja
Gerðu Það Sjálfur
Kæra sál í sjálfsmorðshugleiðingum...
Sannleikurinn
Graður Sem Grjót
Loftkennd Ást
Á Ný
Vimmi og Gimmi
Sannast sannir vinir
Góð ráð
Andvaka
Sljór Símastaur
Daufblinda (Ósjálfráður spuni I)
Bráð Lífsins
Dánarfregn (Til minningar um Kurt Cobain)
Palli Var Engill Í Heiminum
Neðsta Lína Helvítis
Friðþæging hjartans
Sprikla sprænur áa
Viljastyrkur hugans.
Yin og Yang (
Heilum Móður Jörð (Hugleiðing)
Ljóð Í Myrkri Hljóð Í Styrki
Tímalitir
Gerpitrýn og viðkvæmt postulín
Orðaglíma (Lengri útgáfa)
Ein Stök Rök
Gredda Eldfjallsins (Lengri útgáfa)
Gredda Eldfjallsins (Frumþörfin frumútgáfa)
Jarðtengdur (Óþekk(t)a ljóðið að handan)
Hugurinn er Musteri
Penninn er máttugri en sverðið
Rafhljóðaljóð (Óður)
Ég skora ljóð (Með hannyrðum hugans og fót bolta orðsins
Prósi
Platónsk Ást - Andleg Fegurð
Orðaglíma
Ljóðadúfa
Óendanleg Lúppa Forlaganna
Svefnlaus Koss
Fljótandi Andi
Í landi rauðra bauna og grænna jarðarberja
Himneskt Torg Hugans
Hinsta Kveðjan
Úlfur Úlfur/Spegilmynd Sálar
1000 Hugmyndir á Mínútu/Alkemistinn í Langtíburtistan/Fantasía
Í leit að haf steini
Sálin Til Sölu?
Skóli Lífsins
Ákall Andanna
Fljóðahljóðaljóða Bylgjan
Reiki Stjarnan Fantasía II (Lengri útgáfa um Týndu Reiki Stjörnuna)
15. Janúar 2004 - "Var Ástin Blind?"
Spennitreyju Blús (Prósi)
Ljóðasteinn
Áttund Eilífðarinnar
Hinir órannsökuðu vegir facebook og internetsins (Internet ljóð)
Í Sjúkum Borgarsykri Óttans (Óð Þjóð)
Alheimsguð (Manía)