 við sjóinn
            við sjóinn
             
        
    Ég stari
í tóm þitt
þar sem
augu þín
birta
eldhaf
syngjandi máva
og
einmana söng
ískaldrar
haföldu
þú starir
í veruleikafyrrt
augu mín
og sérð
ekkert
þó
hafaldan
skipti
litum
með náttúruna
emjandi
í bakgrunninum
    
     
í tóm þitt
þar sem
augu þín
birta
eldhaf
syngjandi máva
og
einmana söng
ískaldrar
haföldu
þú starir
í veruleikafyrrt
augu mín
og sérð
ekkert
þó
hafaldan
skipti
litum
með náttúruna
emjandi
í bakgrunninum

