við sjóinn
Ég stari
í tóm þitt
þar sem
augu þín
birta
eldhaf
syngjandi máva
og
einmana söng
ískaldrar
haföldu

þú starir
í veruleikafyrrt
augu mín
og sérð
ekkert

þó
hafaldan
skipti
litum

með náttúruna
emjandi
í bakgrunninum

 
Eygló Ida
1980 - ...


Ljóð eftir Eygló

Þegar haustar
Ummerki
Litið til baka
Tungl
Árangur sem erfiði
Blómaregn
við sjóinn
fyrirgefning
taktu mig með..
Innkaupaferð
Fjarlægð
leikrit
móðir
Söknuður
Fyrirhöfn
Þrengsli
nóttin
án titils
...
að lúta að vilja annarra
Góður skaði
Viðleitni
Göltur