Heilastarfsemi
Ég er maður en vél að hluta.
Ég drekk bensín og hjartað byrjar að pumpa.
Ég þarf ekki svefn en mér finnst gott sérrí.
Ég kann líka að fljúga. Brunaslanga.
Mamma segir að ég sé veruleikafirrtur og pabbi henti mér á hæli.
Ég hlæ bara af þeim, ég veit betur.
Konan mín heimsótti mig í fyrradag, ég sagðist ekki hafa tíma til að tala við hana. Jú sjáðu til, það er freknufaraldur á Írlandi, ég verð bara að sinna því. Konan mín fór að gráta.
Mér líkar ekki við hávaða.
Eldsneytið er að klárast. Ég verð að borða batterí. Ég tók batteríin úr fjarstýringunni og gleypti þau. Hvíti riddarinn neyddi mig til að æla þeim. Sýran brenndi gat á magann minn.
Ekkert mál. Ég les bók. Ég slefa yfir mig allann. Það er allt út í slefi og heimurinn hreyfist eins og stærðfræðitími í grunnskóla.
Undir stólnum mínum er hyldýpið, dökkblátt. Marsipan frauðplast bensín.
Það kviknar í bensíni.  
Pétur
1991 - ...


Ljóð eftir Pétur

Samúel
Ríkisfang kanslarans
Eplatré
Heilastarfsemi
Sannkallað hrossgæti
Hafragrautur með vatni