Konan með kyndilinn
Hún vitjaði mín í nótt,
konan með kyndilinn,
sem kveikti í mér bál,
rauðeygð með lítið glott.
Ég hafði meginlönd fyrir himin,
hélt hún gæti aldrei náð mér,
konan með kyndilinn hló.
Nú á hún mig
og rauðeygður með lítið glott,
ég kveiki í þér bál. —
konan með kyndilinn,
sem kveikti í mér bál,
rauðeygð með lítið glott.
Ég hafði meginlönd fyrir himin,
hélt hún gæti aldrei náð mér,
konan með kyndilinn hló.
Nú á hún mig
og rauðeygður með lítið glott,
ég kveiki í þér bál. —