Fugl
Fugl,
bjartur og lokkandi
eins og tunglið sem skín,
rauður og tignarlegur
eins og sólin sem rís.
Flaug inn í líf mitt,
sem stormur,
umturnaði öllu
hulan féll.
Söng mér lag
sem lyfti mér upp,
söng mér lag
sem ég skildi svo vel.
Og nú þarftu ekki að syngja
þótt þú gerir það vel,
þú þarft ekki að syngja,
þú þarft ekki að syngja.
 
JST
1980 - ...


Ljóð eftir JST

Konan með kyndilinn
Fugl