Prinsinn
Sem lífið fljúgi hjá
þegar ég staldra hér við
í nístandi kuldanum
og horfi til baka.

Man vel þann dag
þegar með strákunum
barðist í hetjulegu
stríði í snjónum.

En svo kom veruleikinn
og bankaði í hausinn á mér
þegar móðir mín
reyndi að svipta sig lífi.

Ég hætti að vera drengur
og Prinsinn varð þá,
því ég hlýddi engum
í veröld svo vondri.

Faðirinn ekki manneskja,
því hann laug og sveik,
af því hann var svo
ofboðslega hræddur.

Móðirin ekki manneskja,
því hún vildi ekki læra
heldur aðeins að væla
og kenna öðru fólki um.

Svo ég er hér einn
þegar kuldinn nartar í mig.
Tunglið heilsar mér með
mjúkum kossi og kveður.

Stjörnurnar blikka mig bless.
Og ég held för minni áfram,
skil eftir mig rauða slóð,
er ég geng inn í eilífðina.
 
JST
1980 - ...


Ljóð eftir JST

Konan með kyndilinn
Fugl
Flótti
Í þjónustu konungs Kapítal
Prinsinn
Engillinn fríði