Þögult hróp
Í dökkum skugga ég dvel,
dæmandi lýðurinn á mig bendir.
Hokinn ég myrkrinu huganum fel,
til heljar sem verður minn endir.

Fas mitt hljóðlaust það harmar,
hugrekkið sem ég áður bar.
Nú hann ber sig og barmar,
beygður yfir því sem áður var.

Dögun lífsins nálgast draumalaust,
djöfullinn hefur ávallt betur.
Samviskan syngur með lágri raust,
svo lýgur hún þegar hún getur.

Í húminu húki ég ósofinn,
hetjan sem hugrekkið missti.
Nú hann situr dapur og dofinn,
með dóminn sem á enni hans kyssti.

Sál mín syrgir í hljóði,
og samviskan mig hvetur.
Þótt hún hjálp sína bjóði,
hefur blekkingin ávallt betur.  
Þ.j.
1965 - ...


Ljóð eftir Þ.j.

Húsið og ég
Óður til jarðar
Að elska er einfalt
Stjörnur
Fegurð
Þingvallarljóð á Jónsmessu
Söngur hafsins
Ljóðið til Evu
Ég
Ljóð um konu
Barn undir belti
Barn undan belti
Hey Guð!!
Börnin mín
Þegar ég var
Móðir mín
Systkini mín
Þögult hróp