Fyrir fugl
það sem er ofar
er líka undir
og hringurinn verður alltaf ófullkominn
það er kyrrðin innan formanna
og hægar hreyfingar skugganna
sem setja okkur mörk.
snertu ekki löndin
gráfiðraður
ekki heldur þessi löngu og mjóu
sem eru eins og eyðisker undan austurlandi
hvíldu þig á ókleyfum logatindum
ofar hvítri festingunni
og drekktu úr bláu himinauga
þar sem tíminn markar engin spor
og kannski,
fangar þú vindfolann
og frænkur hans allar
kannski stökkva þær allsberar út úr þokunni
hrópandi; taktu okkur ef þú þorir
þarna
efst í hvelfingunni
verða skýin alltaf á hvolfi
og gersemin
grafin í salt
er líka undir
og hringurinn verður alltaf ófullkominn
það er kyrrðin innan formanna
og hægar hreyfingar skugganna
sem setja okkur mörk.
snertu ekki löndin
gráfiðraður
ekki heldur þessi löngu og mjóu
sem eru eins og eyðisker undan austurlandi
hvíldu þig á ókleyfum logatindum
ofar hvítri festingunni
og drekktu úr bláu himinauga
þar sem tíminn markar engin spor
og kannski,
fangar þú vindfolann
og frænkur hans allar
kannski stökkva þær allsberar út úr þokunni
hrópandi; taktu okkur ef þú þorir
þarna
efst í hvelfingunni
verða skýin alltaf á hvolfi
og gersemin
grafin í salt
Úr bókinni <a href="mailto:sigrunb@radvis.is?subject=[Pöntun]: Næturfæðing">Næturfæðing</a>.
Eigin útgáfa höfundar, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.
Eigin útgáfa höfundar, 2002.
Allur réttur áskilinn höfundi.