Hann...
Hef þessa tilfinningu í hjartanu
En hugurinn segir annað.
Finnst eins og þetta sé bannað.
Þú ert alltaf til staðar
Ef eitthvað amar að.
Ég get ekki sagt neitt, get ekki tjáð mig.
Ég er föst í ástinni á bak við læstar dyr.
Langar að segja þér hversu heitt ég elska þig.
Ég var feimin og þú við mig
Ég vissi strax að þú varst sá sem ég þurfti.
Ég gat ekki hætt að hugsa um þig
Var til þú sagðir að þú vildir mig.
Hjartað, Hugurinn og Heimurinn fraus.
Það fraus allt innra með mér.
Ég veit að það mun ekkert ganga upp með þér.
Ég mun aldrei verða þín
Því einhver annar kallar ´´mín´´
Ég veit það særir þig
Því það særir mig…  
NLOS
2007 - ...


Ljóð eftir NLOS

Brotin hjörtu
Afi Pálmi
Hola í hjartanu
Eitrað
Hann...
Ást við fyrstu sín ( Boy version)