

Í rjúkandi ráði
rak ég mig
úr einu orði í annað
og strauk mér á kinn
á engjum uppsprettunnar
átti drauma sem dreymdu
hugsanir sem geymdu
hugmyndir af ósögðum orðum
tilfinningu fyrir frelsi
í laufguðum trjáskógum
trítlaði á tám
tætlur af sálarbrotum ljóðanna
og niður árnar
runnu orðin
full af þrá
um að einhver
gripi þau
að einhver kæmi þeim á land
að einhver þurrkaði þeim,
ljúft í yli trjáhúsanna
það voru blaut orð sem báðu mig um líf,
blaðsíður um frelsi
rak ég mig
úr einu orði í annað
og strauk mér á kinn
á engjum uppsprettunnar
átti drauma sem dreymdu
hugsanir sem geymdu
hugmyndir af ósögðum orðum
tilfinningu fyrir frelsi
í laufguðum trjáskógum
trítlaði á tám
tætlur af sálarbrotum ljóðanna
og niður árnar
runnu orðin
full af þrá
um að einhver
gripi þau
að einhver kæmi þeim á land
að einhver þurrkaði þeim,
ljúft í yli trjáhúsanna
það voru blaut orð sem báðu mig um líf,
blaðsíður um frelsi