Að duga
Að finna ekki tilgang
finna ei farveg
Duga eigi

Að vilja finna tilgang
farveg
duga

Um það snýst málið
mál kraftsins
orka sálarinnar
gleði ástarinnar

Finna straum renna
farveginn

lækjarspræna
straumþung á

samræmið
Samræmið

Mjakast fram
og

duga  
Norma E. Samúelsdóttir
1945 - ...
Áður óútgefið
2003
Allur réttur áskilinn höfundi


Ljóð eftir Normu E. Samúelsdóttur

Að duga
Er það ekki í lagi?
Uppfylling<br>(eða tannpína)
Nánd
Upprifjun
Upprifjun