6300 km hugarflug.
bæði haf og heimsálfa okkur skilja að.
ég horfi samt í austurátt, dreymi um þinn stað.
þar stendur þú við glugga ein, böðuð bjartri sól
berast hlýjar vindkveðjur, þér færa frá mér hól.
rjóða kinn og varirnar, kyssir gegnum gler
kára önd og fýkur burt -en ekki langt hún fer.
dökkbrúnt hárið hrærist til, augu opnast blá
og horfa lengst í vesturátt, kannski mig þau sjá?
þá veistu að borinn á andarbaki
flaug hugur minn til þín.
til að dansa ósýnilegur á andlitinu,
leika flissandi við hárið, og blíðlega
-opna augun.
ég horfi samt í austurátt, dreymi um þinn stað.
þar stendur þú við glugga ein, böðuð bjartri sól
berast hlýjar vindkveðjur, þér færa frá mér hól.
rjóða kinn og varirnar, kyssir gegnum gler
kára önd og fýkur burt -en ekki langt hún fer.
dökkbrúnt hárið hrærist til, augu opnast blá
og horfa lengst í vesturátt, kannski mig þau sjá?
þá veistu að borinn á andarbaki
flaug hugur minn til þín.
til að dansa ósýnilegur á andlitinu,
leika flissandi við hárið, og blíðlega
-opna augun.
janúar 2003, allur réttur áskilinn höfundi.