Samheiti/andstæða.
Þú varst
sól lífs minns,
hjarta líkama minns,
ástæða hamingju minnar.

Samheitið við ást
en andstæðan við hatur.

En svo breytist allt,
hvítt varð svart
og svart varð enn þá svartara.
Allt varð dimmt.

Þú ert
martröð drauma minna,
tár sorgar minnar,
verkir sálar minnar.

Andstæðan við ást
en samheitið við hatur.
 
Þór
1983 - ...


Ljóð eftir Þór

Samheiti/andstæða.
Deyjandi Rós.
Ofsóknir
Rotnaðar minningar
Sjónhverfing þín.
Tár í myrkrinu
Misheppnaður
Fortíðin
Ósýnilegur