Áramótakvöld 1999
Undir hjúp af hvítu hjarni
hátíð ríkir við Esjugrund.
Litli bróðir, mamma og Bjarni
bíða ársins tvö þúsund.
Andartökin klukkan telur
tíminn læðist með djúpri ró.
Eilífð gömlu árin felur,
öll þau hverfa undir snjó.
Hugsa oft til ykkar heima
horfi í norður yfir haf
fjarri því að fari að gleyma
fjölskyldu sem allt mér gaf.
Hugsa enn til ykkar heima
héðan stendur vindur hlýr.
Gæti þess að aldrei gleyma:
gamalt ár ei aftur snýr.
Nýjum degi geng að djarfur
duglega stunda hvert mitt fag.
Gamla ársins gjöf og arfur
er glænýtt ár sem hefst í dag.
hátíð ríkir við Esjugrund.
Litli bróðir, mamma og Bjarni
bíða ársins tvö þúsund.
Andartökin klukkan telur
tíminn læðist með djúpri ró.
Eilífð gömlu árin felur,
öll þau hverfa undir snjó.
Hugsa oft til ykkar heima
horfi í norður yfir haf
fjarri því að fari að gleyma
fjölskyldu sem allt mér gaf.
Hugsa enn til ykkar heima
héðan stendur vindur hlýr.
Gæti þess að aldrei gleyma:
gamalt ár ei aftur snýr.
Nýjum degi geng að djarfur
duglega stunda hvert mitt fag.
Gamla ársins gjöf og arfur
er glænýtt ár sem hefst í dag.
(desember 1999) allur réttur áskilinn höfundi.