Pabbi og Mamma
Ég kem úr ykkur,
blóð ykkar rennur í mér.
Andlit mitt speglar ykkar.
Ég er litla barnið ykkar,
sem er orðið stórt.
Þessi bönd sem binda okkur,
fær enginn rofið.
Ég á ykkur svo margt að þakka,
kannski líka eithvað til að álasa.
Þið leidduð mig í gegnum lífið,
ef til vill leiðið þið mig enn.
Það er sárt að sleppa,
en stundum er það nauðsynlegt.
Ég óðum vex úr grasi,
ég er að verða stór.
Takk fyrir allt,
sér í lagi mitt líf.
Ég er enn litla barnið ykkar,
en pabbi og mamma ég er orðin stór.
blóð ykkar rennur í mér.
Andlit mitt speglar ykkar.
Ég er litla barnið ykkar,
sem er orðið stórt.
Þessi bönd sem binda okkur,
fær enginn rofið.
Ég á ykkur svo margt að þakka,
kannski líka eithvað til að álasa.
Þið leidduð mig í gegnum lífið,
ef til vill leiðið þið mig enn.
Það er sárt að sleppa,
en stundum er það nauðsynlegt.
Ég óðum vex úr grasi,
ég er að verða stór.
Takk fyrir allt,
sér í lagi mitt líf.
Ég er enn litla barnið ykkar,
en pabbi og mamma ég er orðin stór.