Að mála sig út í horn
Ég stend inni í risastórum sal
með milljón dyrum
Ég valhoppa um og kíki
inn um sumar þeirra
Vel loks einar og geng í gegnum þær
Ég kem inn í stórt herbergi
með mörgum dyrum
Ég vel einar
Geng í gegnum þær
Loka á eftir mér
Ég er litlu herbergi
með einum dyrum
sem hafa skollið í lás
á eftir mér
En þegar ég finn óttann
byrja að læsast um mig
hringir síminn og ég tek upp tólið
\"Lykillinn er í hjarta þínu\"
segir kunnugleg rödd
\"Vertu samt viss um að þér líki ekki herbergið áður en þú notar hann\"
Þá sé ég að herbergið
er hið notalegasta,
enda hefði ég að öðrum kosti
ekki gengið inn í það
Kannski ég doki við
Ég veit að ég get fært mig
í annað herbergi þegar mér hentar
með milljón dyrum
Ég valhoppa um og kíki
inn um sumar þeirra
Vel loks einar og geng í gegnum þær
Ég kem inn í stórt herbergi
með mörgum dyrum
Ég vel einar
Geng í gegnum þær
Loka á eftir mér
Ég er litlu herbergi
með einum dyrum
sem hafa skollið í lás
á eftir mér
En þegar ég finn óttann
byrja að læsast um mig
hringir síminn og ég tek upp tólið
\"Lykillinn er í hjarta þínu\"
segir kunnugleg rödd
\"Vertu samt viss um að þér líki ekki herbergið áður en þú notar hann\"
Þá sé ég að herbergið
er hið notalegasta,
enda hefði ég að öðrum kosti
ekki gengið inn í það
Kannski ég doki við
Ég veit að ég get fært mig
í annað herbergi þegar mér hentar