Rakki
Sá er nú meir en trúr og tryggur
með trýnið svart og augun blá,
fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Hvorki vott né þurrt hann þiggur,
þungt er í skapi, vot er brá,
en fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Ef nokkur líkið snertir, styggur
stinna sýnir hann jaxla þá,
og fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Til dauðans er hann dapur og hryggur,
dregst ei burt frá köldum ná,
og hungurmorða loks hann liggur
líki bóndans hjá.
með trýnið svart og augun blá,
fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Hvorki vott né þurrt hann þiggur,
þungt er í skapi, vot er brá,
en fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Ef nokkur líkið snertir, styggur
stinna sýnir hann jaxla þá,
og fram á sínar lappir liggur
líki bóndans hjá.
Til dauðans er hann dapur og hryggur,
dregst ei burt frá köldum ná,
og hungurmorða loks hann liggur
líki bóndans hjá.
Páll Valsson segir í Íslenskri bókmenntasögu frá árinu 1996: ,,Í kvæðunum víkur hann (Grímur) stundum að því að hann taki dýrin fram yfir mennina og eru lýsingar hans á málleysingjum oft ákaflega fallegar og beinlínis hjartnæmar....? Íslensk Bókmenntasaga III bls. 357