Ljóð
Það væri fyrir einskæra
tilviljun,
ef svo vildi til að ég væri að skrifa Ljóð
núna.
Þá hlýtur jörðin að hiksta,
salt hafsins að syngja,
bókin að lesa
og blindur að heyra (einsog venjulega).
Hvað sem því líður, þá hlýtur eitthvað stórmerkilegt að eiga sér stað. Því þegar þú lest þetta Ljóð þá verð ég búinn að skrifa það - annað er óhugsandi - og þess vegna er ég ekki að skrifa þetta Ljóð núna.
(þú ert líklega að lesa þetta, nei, þetta)
Hefurðu séð fljúgandi hálku?
tilviljun,
ef svo vildi til að ég væri að skrifa Ljóð
núna.
Þá hlýtur jörðin að hiksta,
salt hafsins að syngja,
bókin að lesa
og blindur að heyra (einsog venjulega).
Hvað sem því líður, þá hlýtur eitthvað stórmerkilegt að eiga sér stað. Því þegar þú lest þetta Ljóð þá verð ég búinn að skrifa það - annað er óhugsandi - og þess vegna er ég ekki að skrifa þetta Ljóð núna.
(þú ert líklega að lesa þetta, nei, þetta)
Hefurðu séð fljúgandi hálku?
<p><a href="mailto:ekztac@simnet.is">ekztac@simnet.is</a></p>