Blákaldur veruleikin
Þegar blákaldur veruleikinn færist yfir
og augun opnast upp á gátt
tekur hyldýpið við
baðandi út höndum leitaði ég stuðnings
en fann engann
í staðinn fann ég fyrir flótta
og samt reyndirðu að sannfæra mig
um sterkar tilfinningar
en í barnaskap þínum
áttar þú þig ekki á
að það sem ég leita að
er félagsskapur, stuðningur og umhyggja
ekki einstefnu-sinnaðri ást
mig vantar festu og breitt bak
bak sem getur tekið hluta af áhyggjunum
og látið þær líta út eins og fjaðrir
sem svífa um í golunni
í stað steinsteypunnar sem mér finnst sliga axlir mínar
mig vantar sálufélaga sem skilur mig
og mína einkennilegu hvatir og siði
mig vantar lífsförunaut sem er tilbúin
að annast mig eins og ég er tilbúin að annast hann
mig vantar mann með bein í nefinu og skýra hugsun
mig vantar ekki þig
þú ert eitthvað sem ég greip úr hillinni
sanfærð um að þetta gæti ég notað
en eins og svo margt annað sem ég hef gripið og talið sniðugt
þá ertu bara enn eitt dæmi um dómgreindar- og þroskaleysi mitt
það var aldrei ætlunin
 
Menza
1965 - ...


Ljóð eftir Menzu

Friður
Tárin
Lærdómur minninganna
Frægð og fáviska
Nútíminn
Morgundagurinn
Leitin
Hafrót
Tilfinningar
Ég
Geturðu gefið...
Lygin
Persóna
Örvænting
Gestur í baðkarinu
Gamlar vofur
Framtíðin
Taumleysi
Fegurðin
Bernska
Ströndin þín
Eigingirni
Kvenfólk
Reiðin gerir mig...
Minningar
Endalok
Blákaldur veruleikin
Fótatak hamingjunnar
Mælskur maður
A new era
Táradalurinn
Sköpunarverkið
Siðgæði
Vonlaus
Baráttan
Nóttin
Gleymdar minningar
Vonin
Væntingar
Kvef
Þú
Morgun
Vetur
Þitt svar
Lífið
Að horfa fram á við
Eitt andartak...
Biðin