Álfadans
Í tungsljósi á ís yfir Tungufljót ég reið,
teygða ég þar hestins á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl,
spegilhált var svellið og stæltur var skafl.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Allt í einu fældist og frýsaði hátt
fákurinn og öfuga snerist í átt.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Gat ég að líta, hvar álfa fimur fans
fetaði út í vatnið og sté þar í dans.
Já, viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hver um annan kyrpingur kænlega hljóp,
köldum geislum stafaði fölvan á hóp,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Annarleg sveif mér þá löngun í lund,
lysti mig að sækja þann kynlega fund;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
En ei fékk ég hestinum otað úr stað,
og lof sé Guði fyrir, hann bannaði það,
því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik,
feigðarhylur gein þar, og spöngin var veik,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
teygða ég þar hestins á snarpasta skeið;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hart greip hann sprettinn og sparði ei afl,
spegilhált var svellið og stæltur var skafl.
En viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Allt í einu fældist og frýsaði hátt
fákurinn og öfuga snerist í átt.
Því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Gat ég að líta, hvar álfa fimur fans
fetaði út í vatnið og sté þar í dans.
Já, viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Hver um annan kyrpingur kænlega hljóp,
köldum geislum stafaði fölvan á hóp,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Annarleg sveif mér þá löngun í lund,
lysti mig að sækja þann kynlega fund;
en viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
En ei fékk ég hestinum otað úr stað,
og lof sé Guði fyrir, hann bannaði það,
því viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.
Því þar sem álfar frömdu sinn feiknstafaleik,
feigðarhylur gein þar, og spöngin var veik,
svo viðsjált, viðsjált er á vetrardegi vötnin að ríða.