Vorkvöld við sæinn
Vorkvöld við sæinn


Hér glitrandi úthafsins öldurnar gæla við steina
og gjálfrandi leika við þarann og fjörunnar sand.
Nú blikandi í dansi og léttleika brotnar við hleina,
sú bára í kvöldsólar geislum er mynnist við land.


Þegar sunna á himninum lækkar og sígur í hafið
eftir sólríkan dag út við glitrandi lognkyrran fjörð
falla kvöldroða geislar á kristallað lágskýja trafið
en kyrrðin er algjör og friður um gjörvalla jörð.


Nú sestur er fuglinn og söngurinn hljóðnar í bili,
það sígur á höfgi og hvíldin er kærkominn senn,
þó leikur sér blærinn og lækurinn hjalar í gili,
því látlaust hann vakir á vegferð til sjávarins enn.


 
Dagbjartur Sigursteinsson
1934 - ...


Ljóð eftir Dagbjart Sigursteinsson

Vorkvöld við sæinn
Vorkoma nýrrar aldar
Stormur
Þú ert
Sólris
Selvogsgata.