Þú ert
Þú ert sem hinn eilífi eldur,
aflið sem skapar og eyðir,
skinið sem skúrinni veldur
skautið sem lífgar og deyðir.


Barnið sem blóminu heldur,
báran sem fleyinu ruggar,
bálið sem brunanum veldur,
blærinn sem sefar og huggar.


Röddin sem réttlætið boðar,
ráðið sem dáðina brýnir,
hugur sem heildina skoðar,
höndin sem styrkleikann sýnir.


Húmið sem hylur og deyfir,
hafið sem lokkar og hrífur,
gæfan sem gersemar leifir,
gyðjan sem huganum flýgur.

 
Dagbjartur Sigursteinsson
1934 - ...


Ljóð eftir Dagbjart Sigursteinsson

Vorkvöld við sæinn
Vorkoma nýrrar aldar
Stormur
Þú ert
Sólris
Selvogsgata.