

Hugsa um þig allar nætur
Heyri hvernig veðrið lætur
Á þaki dropar drjúpa blítt
Tárin renna ótt og títt
Hafið tók þig nú í haust
Skipið átti að vera traust
Reiður sjórinn dund\'á þér
Ég fann þú vildir vera hér
Það sem eftir lifir nætur
Niðri við sjó sálin grætur
Heyri hvernig veðrið lætur
Á þaki dropar drjúpa blítt
Tárin renna ótt og títt
Hafið tók þig nú í haust
Skipið átti að vera traust
Reiður sjórinn dund\'á þér
Ég fann þú vildir vera hér
Það sem eftir lifir nætur
Niðri við sjó sálin grætur
2000