Bara ég
Ég vild\'að ég væri önnur en ég er,
því lífið mitt er einsog krækiber.

Svo fagurt að utan og fallegt að sjá,
ei þorir að snerta né koma með ljá.

Ef þú smakkar á því þá bregður þér við,
því bragðið af því er verra en svið.

Eftirbragðið er allra verst,
þurrt einsog gamall viður með pest.

Við fyrsta bita þú hættir við allt,
og hendir mér út í frostið kalt.

Yfirborðskenndin var yfir mér,
og ýtt\'öllu frá mér, líka þér.

En nú kem ég aftur og alls ekki hálf,
því nún\'er ég orðin bara ég sjálf.  
Svanhvít
1981 - ...
Eitt af mínum fyrstu ljóðum, einfaldleikinn út í gegn!


Ljóð eftir Svanhvíti

Allar nætur
Á ný
Bara ég
Eyrún
Frelsun
Fyrirlitning
My first and my everything
Særing
That day
The first love
Augnablik
19. 06. 2000
Söknuður