

lindin
forboðna
efst á fjallinu
upp í mót
ég arka
endalaust
í skriðunni
skorinn á fingrum
sár á fótum
klifra
klöngrast
kemst, þó hægt fari
feginn
andvarpa
kominn á tindinn
lindin
lifandi
uppspretta (ástar)
bíður mín
í berginu
ég bragða
hið forboðna
lindarvatn...
...ljúft
mér eins og forðum
sviplega varpað
burt úr paradís
forboðna
efst á fjallinu
upp í mót
ég arka
endalaust
í skriðunni
skorinn á fingrum
sár á fótum
klifra
klöngrast
kemst, þó hægt fari
feginn
andvarpa
kominn á tindinn
lindin
lifandi
uppspretta (ástar)
bíður mín
í berginu
ég bragða
hið forboðna
lindarvatn...
...ljúft
mér eins og forðum
sviplega varpað
burt úr paradís