Hið forboðna
lindin
forboðna
efst á fjallinu

upp í mót
ég arka
endalaust
í skriðunni

skorinn á fingrum
sár á fótum
klifra
klöngrast
kemst, þó hægt fari

feginn
andvarpa
kominn á tindinn

lindin
lifandi
uppspretta (ástar)
bíður mín
í berginu

ég bragða
hið forboðna
lindarvatn...
...ljúft

mér eins og forðum
sviplega varpað
burt úr paradís  
Hjörtur Einarsson
1976 - ...


Ljóð eftir Hjört Einarsson

Á hæðinni
Mynd 2
Mynd 3
Mynd 4
Hið forboðna